DELIRIA-HJARTASÁRIN PLÁSTRUÐ MEÐ DJAMMI

0

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Þórðarson var að sleppa út í kosmosið öðrum singúl sínum af EP-plötunni Deliria, sem kemur út í heild sinni á árinu. Bjartmar gaf um daginn út lagið „Hollow“ sem var fyrsti singúll plötunnar en Magnús Leifur Sveinsson pródúserar plötuna með Bjartmari.

Nýja lagið, „DELIRIA,“ titillag plötunnar, er retró elektrópopp með dimmum undirtón, en áhrif frá 8. og 9. áratugnum eru áberandi. Bjartmar semur bæði lag og texta og fjallar lagið um að lifa hratt og plástra hjartasárin með djammi.

Tónlist Bjartmars og fréttir af frekara ítarefni, remix, textar, myndbönd og fleira er fáanlegt í gegnum Facebook, Youtube og Soundcloud undir nafninu BjartmarMusic. Einnig er Deliria fáanlegt á Spotify og tonlist.is

Skrifaðu ummæli