DEFEATED SANITY SPILA Á ÍSLANDI 8. APRÍL

0

Dauðarokks hljómsveitin Defeated Sanity frá Hamburg kemur hingað til lands í annað sinn núna 8.Apríl og spilar á #3 upphitunar kvöldi Reykjavík Deatfest en aðal hátíðin fer fram 12-13. Maí næst komandi.

Sveitin hefur starfað síðan 1994 og gefið út fimm stúdíó plötur síðan þá en fyrsta plata þeirra í fullri lengd kom út árið 2004. Defeated Sanity spila einstaklega þungt dauðarokk. Sveitin er að koma hingað til lands eftir Asíu túr og er því í góðu tónleika formi. Upphitun er ekki af verri endanum heldur því Misþyrming, Grave Superior og Cult of lilith ætla að trylla lýðinn áður en Þjóðverjarnir stíga á stokk.

Tónleikarnir fara fram á Gauknum 8.Apríl og engin þungarokks unnandi ætti að láta þetta framhjá sér fara.

Skrifaðu ummæli