DAVÍÐ HÓLM

0
10807982_10153385707059012_1973425913_n

Ljósmynd: Terry Xie

Akureyringurinn Davíð Hólm Júlíusson er einn besti hjólabrettaiðkandi landsins og hefur skeitað víðsvegar um heiminn


Davíð Hólm er einn af þessum skeiturum sem virkilega hugsa út fyrir kassann og hefur algjörlega sinn eiginn stíl. Davíð hefur verið búsettur í Reykjavík í tæp sex ár og útskrifaðist 2009 úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands en nemur nú hljóðtækninám í Tækniskólanum, semsagt mikill listamaður hér á ferð.

10748659_10153387064549012_1438849850_n

Árið 2012 flutti Davíð ásamt kærustu sinni , Þorgerði Önnu Björnsdóttur til Hainan í Kína en hún á einnig til að renna sér um á bretti og filmaði sinn mann á meðan Kína dvölinni stóð. Efnið klippti Davíð sjálfur sem endaði í þessum skemmtilega parti sem okkur er sönn ánægja að færa ykkur hér á Albumm.

 

 

Comments are closed.