DAVÍÐ & HJALTI Á FYRSTU VÍNYLÚTGÁFU LAGAFFE TALES

0

IMG_1161

Plötuútgáfan Lagaffe Tales hefur verið á stanslausri siglingu frá stofnun hennar árið 2012. Þann 6. júní næstkomandi kemur út fyrsta vínylútgáfan en hingað til hefur útgáfan einungis verið gefin út á digital formati. Það eru tveir snillingar sem standa að útgáfunni en það eru Viktor Birgisson og Jónbjörn Finnbogason.

lagaffe 2

Á þessari fyrstu vínylplötu eru fjögur lög eftir tvíeykið Davíð & Hjalta ( Davíð Sveinn Bjarnason og Hjalti Karl Hafsteinsson ) Platan kemur út í 300 eintökum og verður seld á öllum helstu net-sölusíðum (juno, boomkat, djdecks o.fl.) en takmarkað magn er hér á landi. Vínyl plöturnar verða seldar á útgáfudeginum sjálfum í sérstöku útgáfuteiti sem haldið verður á Kaffibarnum þann 10. júní.

Lagaffe Tales stefna á fleiri vínylútgáfur á næstunni en munu einnig halda áfram með digital útgáfur.

Hér fyrir neðan má sjá lagalista plötunnar:

David & Hjalti – Moods
David & Hjalti – That’s Her
David & Hjalti – Crime Pays
David & Hjalti – Whatever You Want

Hér má heyra brot af plötunni:

Comments are closed.