DAVEETH SAMDI TÓNLISTINA Á STAÐNUM

0

daveeth

Raftónlistarmaðurinn Davíð Hólm Júlíusson eða Daveeth eins og hann kallar sig spilaði á tónleikum á Hringrás á Egilsstöðum 25. Júní síðastliðinn. Það er kannski ekki frásögu færandi en kappinn spilaði í um hálftíma og var öll tónlistin samin á staðnum. Einnig komu fram Arnljótur Asdfhg, Laser Life, Back To Vienna og Casette.

daveeth 2
Daveeth gaf út breiðskífuna Mono Lisa á síðasta ári og fékk sú plata frábærar viðtökur. Draumkennd elektrónísk tónlist af bestu gerð sem fær að fljóta í kringum meðvitund hlustandans.

Fyrrnefndir tónleikar voru allir teknir upp og óhætt er að segja að vel til tókst, ýttu á play og njóttu!

Comments are closed.