DAUÐAROKKSSVEITIN ULCERATE KEMUR VIÐ Á ÍSLANDI

0

Ný sjálenska dauðarokkssveitin Ulcerate kemur við á Íslandi á ferðalagi sínu um evrópu þann 18.ágúst næstkomandi.

Ulcerate ættu allir aðdáendur öfgarokks að þekkja en þeir hafa síðan þeir hófu göngu sína árið 2000 gefið út 5 studio plötur og dreift heift sinni og teknískum drunga á ferðalögum víða um Evrópu og Ameríku. Þeim til halds og trausts verða hinir dularfullu Vofa og Zhrine sem eru á mála hjá franska þungarokksrisanum Season of Mist, Zhrine Túruðu Bandaríkin með Ulcerate á síðasta ári þar sem bæði bönd vöktu gríðarlega athygli.

Tónleikarnir verða á Gauknum Tryggvagötu 22, efri hæð. Miðaverð er 2.000 kr í forsölu á Tix.is en einnig verða miðar í boði við hurð á 2.500 kr. ATH takmarkaður miðafjöldi í forsölu!

Skrifaðu ummæli