DAUÐAROKKSSVEITIN ULCERATE KEMUR VIÐ Á ÍSLANDI

0

Nýsjálenska dauðarokkssveitin Ulcerate kemur við á Íslandi á ferðalagi sínu um Evrópu þann 18.ágúst næstkomandi. Ulcerate ættu allir aðdáendur öfgarokks að þekkja en þeir hafa síðan þeir hófu göngu sína árið 2000 gefið út fimm stúdíó plötur og dreift heift sinni og teknískum drunga á ferðalögum víða um Evrópu og Ameríku.

Á tónleikunum verða Þeim til halds og trausts hinir dularfullu Vofa og Zhrine sem eru á mála hjá franska þungarokksrisanum Season of Mist. Zhrine Túruðu Bandaríkin með Ulcerate á síðasta ári þar sem bæði bönd vöktu gríðarlega athygli.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Ulcerate-official.com

Hægt er að sjá Facebook viðburðinn hér

Skrifaðu ummæli