DAUÐAROKKARAR KVEIKJA Í GAUKNUM!

0

Heljarinnar tónleikar fara fram í kvöld á Gauknum þegar sveitirnar Blood Incantation, Spectral Voice og Morpholith koma fram!

Blood Incantation komu hingað til lands í fyrra og spiluðu á Húrra á upphitunar kvöldi Reykjavík Deathfest. Gestir voru á einu máli að um eina rosalegustu dauðarokks tónleika ársins var að ræða. Sveitin uppskar mikið lof og því eru þeir komnir aftur að ári og nú í fylgd með Spectral Voice sem inniheldur nokkra af sömu meðlimum Blood Incantation.

Sveitirnar hefja Evróputúr sinn hér á landi á Gauknum þann 4.Oktober, þeim til halds og trausts verða Íslenska Doom sveitin Morpholith sem vakið hefur athygli innan senunnar nýverið.

Húsið opnar kl 20:00 og kostar 2.000 kr inn.

Reykjavikdeathfest.com

Skrifaðu ummæli