DATA GRAWLIX, ÁSTA FANNEY OG KAOS LEXICON Í HARBINGER

0

Ásta Fanney Sigurðardóttir.

Á morgun Föstudaginn 27. október kl. 20:00 verður viðburðurinn Data Grawlix haldinn í Harbinger. Þar stígur Ásta Fanney Sigurðardóttir á stokk, gefur út verkið Kaos Lexicon og flytur gjörning í innsetningu. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Ásta Sigurðardóttir er myndlistarkona og skáld sem vinnur einnig mikið með tónlist. Data Grawlix er samblanda af þessu þar sem bjögun tákna og samskiptaaðferða er tekin til umfjöllunar. Form orða, stafa, tákna, og hljóða eru tekin í sundur og sett saman til að mynda annan strúktur fyrir skilning og skilaboð. Yfirborðskennt merkingarleysi útlína er innihald fyrir stærra samhengi. Glundroði upplýsingaflæðisins getur myndað þæginlegan rugling sem er lykill út úr og að völundarhúsinu.

Yfirskin(n)ið er einnig hjúpað öðru skin(n)i. Á milli andvarpa má greina byrjun á andvana orði hulið lötu roki. Þú ert eflaust endalaust leidd/ur í átt að enda. Ofhleðslan leiðir af sér oflosun eða niðurlæsingu. Innviðið er endurraðað af einhverju/m öðrum en þér sjálfri/sjálfum.

Til sölu og sýnis verður nýtt verk: Kaos Lexicon, útfærsla á upplýsingarstjarfa.

Harbinger.is

Skrifaðu ummæli