DANSÞÁTTUR ÞJÓÐARINNAR PARTY ZONE ER 25 ÁRA

0

pz 5

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone fagnar þeim stóra áfanga að hafa verið í loftinu á nánast hverju einasta laugardagskvöldi í tuttugu og fimm ár. Það þýðir næstum þrettán hundruð þættir!
Aðal Þáttur danssenunnar og þ.a.l. plötusnúðanna í kvartöld ætlar að fagna þessum áfanga í sendiráði og höfuðstöðvum danstónlistarinnar, sjálfum Kaffibarnum helgina 15.-17.okt.

pz 4
Fyrsti þátturinn fór í loftið laugardagskvöldið 12.október 1990 á framhaldsskólaútvarpsstöðinni Útrás og varð fljótlega miðstöð underground danstónlistarinnar, á tímum þegar Reif menningin var aðal og staðir eins og Tunglið og Rósenberg voru einu staðirnir í næturlífinu fyrir þessa nýju tónlist sem kallaðist danstónlist.

pz 6
Party Zone hefur mulið undir danssenunna með því að kynna og hampa bestu plötusnúðanna og auðvitað halda mörg geggjuð kvöld og flutt inn mörg stór nöfn í danstónlistarsenunni til landsins. Þess má til gaman geta að þátturinn er eldri en Kaffibarinn, Uxi og Gus Gus, geri aðrir betur!

pz
Dagskráin er heldur betur af betri gerðinni og ætti enginn dansþyrstur einstaklingur láta þetta framhjá sér fara.

Fimmtudagurinn 15.okt.
kl 21:00 – 01:00 – DJ FRÍMANN og DJ „The Don“ GRÉTAR
Þeir eiga líklega samanlagt flest sett í þættinum og mixuðu PartyZone´96 diskinn saman.

Föstudagur 16.okt kl 21:00 – ?
BLOKK Samsteypan mun fylla föstudagskvöldið af plötusnúðum og tónlistarmönnum.
SÍMON FKNHNDSM (PZ)
VIKTOR BIRGISS (Lagaffe Tales)
JÓNBJÖRN (Lagaffe Tales)
INTROBEATS
BLOKK samsteypan samanstendur af nokkrum reyndum house plötusnúðum og pródúserum. BLOKK samanstendur af Viktori Birgiss og Jónbirni reka útgáfuna Lagaffe Tales, Ómar E. Reginbald og Housekell sem reka útgáfuna BORG Ltd. og plötusnúðunum Símoni FKNHNDSM og Introbeats.

Laugardagskvöldið 17.okt.
19:45 – 22:30 Afmælis Prepartý (aðeins boðsgestir)
DJ ANDRÉS
TOMMI WHITE
Afmælisforpartý með veigum og með því þar sem Tommi White og DJ Andrés munu þeyta skífum og kynda uppí liðinu
22:30 – ??
DJ YAMAHO
DJ MARGEIR
plús mjög rökrétt valinn leynigestur.
Heitustu og svölustu plötusnúðar þjóðarinnar loka þessari hátíð og taka þakið af. Margeir hefur fylgt þættinum nánast frá upphafi og tekið þátt í mörgum frábærum uppákomum þáttarins. Yamaho hefur skotist upp í DJ himinninn síðustu ári árin og þau saman mynda algerlega banvæna blöndu.
Sérstakur afmælisþáttur verður næstkomandi laugardag á X-inu 977 en þann dag fer einnig nýr vefur í loftið: www.pz.is

Comments are closed.