DANSKT-ÍSLENSKT JAZZ TRÍÓ Á FLEYGIFERÐ

0

Ljósmynd: David Schweiger.

Í sumar kom út fyrsta plata dansk-íslenska jazz tríósins The Pogo Problem. Sveitin starfar mest megnis í Kaupmannahöfn undir leiðslu gítarleikarans Steinars Guðjónssonar (Coral, Not a Crook, Skver). Lagið „Difference of Opinion” af nýútkominni plötu þeirra var tilnefnt sem tónverk ársins í jazzflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Sveitin verður á Íslandi í næstu viku og heldur heila þrenna tónleika. Þeir fyrstu verða haldnir á Kex hostel þriðjudaginn 17. október, svo á Hverfisbarnum þann 18. október og síðustu tónleikarnir verða haldnir á Bryggjunni, laugardaginn 21. október.

Plötuna má nálgast í Lucky Records, Smekkleysu og 12 Tónum.

Thepogoproblem.com

Bandcamp

Skrifaðu ummæli