Dansið eða deyið í síðasta sinn: Endalok Hatari

0

Hatari er án efa ein svalasta hljómsveit sem ísland hefur af sér alið en nú boðar sveitin til endaloka! Hatari hefur ávallt verið með beitta texta og dúndrandi bassa sem hvert mannsbarn ætti að finna fram í fingurgóma. Hatari blæs til heljarinnar tónleika á Húrra 28. Desember en tónleikarnir eru undir yfirskriftinni “Endalok Hatari.”

Við hörmum þessar fregnir en allt gott tekur víst enda. Hatari er vægast sagt lífleg á tónleikum og ætti enginn að láta þetta snilld fram hjá sér fara! Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is

Skrifaðu ummæli