DANSAR VIÐ HAFIÐ EN EKKI ER ALLT SEM SÝNIST

0

Hljómsveitin Bárujárn frumsýnir á Albumm nýtt myndband við lagið sitt „Vopnafjörður.” Lagið er jafnfram fyrsti singúllinn af væntanlegri hljómskífu sveitarinnar.

Myndbandið er unnið í samstarfi við vídeólistamanninn Sigurð Unnar Birgisson og dansarann Asiu Gruberska. Það fjallar í stuttu máli um unga konu sem fer niðrí fjöru og dansar við hafið – en ekki er allt sem sýnist…

Á dögunum kom svo lagið út á 7 tommu vínylplötu á vegum Bónusplatna. Áhugasamir geta nælt sér í eintak á Kaffi Vínyl á Hverfisgötu.

Skrifaðu ummæli