DANSAÐU Í TAKT VIÐ FROSTA GRINGÓ Á GAUKNUM Í KVÖLD

0

gringo 2
Frosti Jón Runólfsson eða Frosti Gringó eins og flestir þekkja hann er mörgum kunnur en hann lemur húðir í hljómsveitunum Esja og Legend svo fátt sé nefnt. Kappinn er iðinn við tónlistarsköpun, en hann sendi á dögunum frá sér lagið „Hall Of The Slain (Ten Thousand Like Years Away)“ en einnig er hann liðtækur plötusnúður.

gringo
Frosti mun þeyta skífum á Gauknum í kvöld 23. Október. Það er óhætt að segja að eðal tónar fá að flæða um Gaukinn þetta kvöld enda mikill smekkmaður þarna á ferð.
Legðu leið þína á Gaukinn í kvöld og dansaðu fram á morgun í takt við lífið!

Comments are closed.