DANIEL PAUL OG TRPTYCH TRYLLA KLAKANN

0

Páskadjammið 2017 verður á Paloma, miðvikudaginn fyrir Skírdag. Daniel Paul úr Cab Drivers spilar í fyrsta sinn á Íslandi en Cab Drivers hafa verið flaggskip neðanjarðar deephouse og techouse senunnar í Kanada síðan um miðjan tíunda áratugarins.

Hver einasti vínyl snúður landsins sem spilað hefur house, techno og allt þar á milli á auðvitað plötu eða plötur með Cab Drivers en þeir skilja eftir sig gríðarlegt magn af útgáfum.

Einnig mun íslenska hljómsveitin TRPTYCH koma fram en hún hefur heldur betur verið að gera góða hluti að undanförnu! Kapparnir eru afar lúnknir við græjurnar og óhætt er að segja að það verður enginn svikinn þetta kvöldið!

Albumm.is náði tali af Daniel Paul og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum um ískandskomuna!


Er spenna í mönnum að spila á Íslandi?

Já algjörlega! Ég hef heyrt margar sögur af íslandi og mig langar að athuga hvort þær séu sannar eða ekki. Þegar ég og fjölskyldan mín vorum að plana fríið okkar langaði mig að spila í leiðinni en stelpurnar mínar elska hesta. Nina Kraviz hjálpaði mér og kom mér í samband við rétta fólkið!

Daniel Paul & ZKY

Hverskonar tónlist spilar þú og við hverju meiga Íslendingar búast?

Ég mun spila gamla klassíska hús tónlist í bland við nýtt og óútgefið efni, þetta er stöff fyrir mjaðmir og heila! Einskonar blanda af Techno, soul, funk, disco og dub.

TRPTYCH

Hvað er það sem gerir gigg að góðu giggi og ætlarðu að láta Íslendingana svitna?

Gott gig er þegar við getum skemmt okkur saman og allir eru glaðir. Engar áhyggjur ég kann sko að skemmta mér og að skemmta öðrum!

Eitthvað að lokum?

Friður sé með ykkur!

www.beatport.com

Skrifaðu ummæli