DANÍEL MAGNÚSSON

0
5F3A0556

Ljósmyndari: Stella Andrea

Daníel Magnússon er einn fremsti snjóbrettakappi landsins og er búin að vera það í tuttugu og sex ár. Hann er frumkvöðull, snjóbrettakennari, og fer sínar eigin leiðir í lífinu.


Hvenær og hvernig byrjaðir þú á snjóbretti?

Ég byrjaði á snjóbretti árið 1988, en þá hafði ég verið á skíðum áður. Ég sá félaga minn Ívar Þór Ágústsson á snjóbretti og ég tengdi mun meira við það. Ég hafði verið á hjólabretti áður og þessi frjálsi stíll átti miklu meira við mig.

Voru margir á snjóbretti á þessum tíma?

Nei alls ekki, það var Ívar félagi minn, Dj Agzilla og kannski einn eða tveir í viðbót, þannig að maður var með þeim fyrstu og er enn að.

Voru snjóbretti seld á Íslandi á þessum tíma?

Já, Útilíf hafði fengið einhvern gamlan gám fullan af snjóbrettum á einhvern slikk.

Voruð þið litnir hornauga í brekkunum á þessum tíma?

Já við vorum litnir miklu hornauga á þessum tíma. Skíðafólkið leit mikið niður á okkur og vorum við semí utangáttar. Við vorum að koma með eitthvað nýtt og það var ekkert að falla í kramið hjá neinum. Það var kallað á okkur, „þið eigið ekki að vera hérna!“, en grófasta tilfellið var þegar ég sat í brekkunni og var að laga bindinguna á brettinu, það voru alls ekki margir í brekkunni og það var kona á skíðum sem keyrði beint í bakið á mér og segir mér svo að ég eigi ekki að sitja í brekkuni, samt hafði hún alla brekkuna útaf fyrir sig.

15_ra_-_lj_smynd_Odd_Stef_n_jp_converted

Danni 15 ára

Voru pallar í brekkunum þá eins og er nú til dags?

Nei maður smíðaði þá bara sjálfur. Þetta er ekki eins og í dag þegar að krakkar koma í fjallið og það er ekki búið að grooma pallana eða parkið, þá er bara allt ómögulegt. Maður var bara sáttur ef maður gat stungið í snjóinn til að byggja pall, maður fékk ekki einu sinni lánaða skóflu, heldur notaði bara nósið á brettinu til að moka. Mér finnst stundum vanta þetta frumkvæði í krakka í dag, við náttúrulega höfðum ekkert annað, þannig maður varð að vera „creative“ og gera þetta sjálfur. Ef ég kem upp í fjall í dag og pallurinn er lélegur sem troðarinn hefur gert þá bara tek ég brettið af mér og byrja að sjeipa hann og á meðan horfa aðrir á eða renna sér framhjá og bíða eftir að maður er búinn frekar enn að hjálpa til, svo þegar maður er búinn þá koma allir.

Viðhorfin til snjóbretta hafa breyst töluvert mikið í gegnum tíðina.  Hvernig er þetta í dag?

Nú er bara mjög eðlilegt að það séu bæði skíði og snjóbretti í brekkunum og það hefur verið gert alveg gríðarlega mikið fyrir snjóbrettafólk og þessa frístælmenningu. Það er búið að kaupa rail og plastbox, það er eytt tíma í palla. Áður fyrr datt ekki fólki í hug að gera eitthvað fyrir okkur

Hvar finnst þér best að renna þér á Íslandi?

Hver og einn finnst örugglega sinn heimastaður bestur þannig ég segi sennilega Bláfjöll. Þeir sem búa fyrir norðan segja sennilega Hlíðarfjall en ég fer þangað örugglega þrisvar eða fjórum sinnum á ári og mér finnst mjög gaman þar. Mættu kannski setja lyftu alla leið upp strýtuna.  Helstu breytingarnar sem ég hef séð í gegnum tíðina er að þegar við vorum að byrja á þessu þá vorum við bara „punks“ en í dag er þetta orðin miklu meiri íþróttarmenning. Menn mæta á snjóbretti til þess að verða pró, eða langar það allavega. Við mættum í fjallið til þess fyrst og fremst að renna okkur. Við gaurarnir kölluðum okkur BMP, Blue Montain Posse. Í dag er allt Team hitt og þetta en við vorum „Posse“ sem er bara klíka. Við vildum aldrei vera team af því það var Icelandic Ski Team og það var ekki kúl. Fuck that, við vorum Posse!

hengja_-_lj_smynd_Gu_mundur_Sk_lason_jp_converted

Ljósmyndari: Stella Andrea

Hefurðu farið mikið erlendis á snjóbretti og hvert þá?

Jújú alveg heilmikið. Ég hef farið tvisvar til Whistler í Kanada og Sviss, Austurríkis, Frakklands, Svíþjóðar og Noregs. Svo var ég að vinna á snjóbrettaparki í tékklandi í fjóra mánuði.

Hvar var best að ræda af þessum stöðum?

Klárlega í Whistler , enda er búið að velja það besta snjóbrettasvæði í heimi seinustu tuttugu árin. Það eru um fjögur pörk þar og eitt sem er kallað „svarta parkið“ og maður fær ekki aðgang nema að fara með leiðsögumann fyrst og maður verður að sanna það að maður eigi eitthvað erindi þangað annars er maður að fara að slasa sig og aðra. Ef þú átt ekkert erindi þangað þá bara færðu ekki að vera þar.

Ertu enn að renna þér eins mikið og þú gerðir?

Já algjörlega og meira ef eitthvað er og er bara að verða betri. Maður finnur alveg fyrir því að ef maður slasast þá er maður aðeins lengur að jafna sig. Maður er búinn að fá fullt af heilahristingum og rotast allt of oft. Í dag get ég ekki einu sinni hoppað á trampólíni án þess að fá hausverk. Þetta eru rotin maður.

Hefurðu slasast alvarlega á snjóbretti?

Ég hef slasast mjög oft en það er eitt sem ég man mjög vel eftir og það var uppi á snæfellsjökli. Við vorum með pall sem var um átján metrar en ég stökk um tuttugu og fimm metra þannig ég fer yfir lendinguna og er að að falla niður um tíu metra. Ég lendi mjög illa á bakinu og þeir sem sáu þetta sögðu að ég hafi skoppað. Ég var alveg „out“ í um fimm mínútur og það heyrðust bara hrotur og ég vissi ekkert af mér í svona hálftíma. Það eina sem ég sagði aftur og aftur var „hvað gerðist?“ Það var hringt á sjúkrabíl og ég keyrður í bæinn. Ég fór í heilaskanna og bakið skoðað og svona en ég er hér ennþá og „still going strong.“

Þú ert að kenna snjóbretti. Hvernig er það?

Já ég er að kenna í Breiðablik og það er mjög gefandi. Snjóbrettadeildin í Breiðablik fer ört stækkandi. Það voru um tuttugu og fimm manns sem æfðu veturinn 2011 og 2012 en seinasta vetur var um fimmtíu manns sem æfðu. Það er hundrað prósent aukning

Fyrir hvaða aldurshóp er þetta?

Þetta er frá sjö ára aldri upp í sextán ára og er fyrir bæði stráka og stelpur. Við miðum okkur við Andrés Arandar leikana sem er fyrir grunnskólaaldur. En það getur vel verið að það breytist einn daginn. Það er mjög gaman að þjálfa krakka, þau eru mjög fljót að ná þessu. http://www.breidablik.is/skidi/viltu_aefa_skidi/

Áttu alltaf eftir að vera á snjóbretti?

Klárlega! Ég verð á snjóbretti á meðan ég hef heilsu til, ég stíg á hjólabretti á meðan ég hef heilsu til, ég fer út að hjóla á meðan ég hef heilsu til og ég horfi alltaf á teiknimyndir og finnst það mjög gaman og ég spila líka tölvuleiki. Maður hættir þessu ekkert af því einhverju fólki finnst þetta kannski barnalegt, mér finnst þetta bara gaman. Mér er bara alveg sama hvað öðrum finnst.

senda

Ljósmyndari: Stella Andrea

Þú hjólar mikið, hvenær fékkstu áhuga á því?

Ég var á Bmx þegar ég var lítill en svo datt það uppfyrir þegar maður byrjaði meira á hjólabretti. Fyrir um sex árum keypti litli bróðir minn sér fjallahjól og ég átti þá að fara að hjóla með honum. Ég gerði það, en hann hætti, en ekki ég. Ég alveg féll fyrir þessu og sérstaklega því sem kallast „Enduro” svona “all mountain.“ Hjóla niður og upp og jafnvel halda á hjólinu, þetta tekur alveg mjög mikið á en er mjög gefandi. Þetta er sennilega þessi sama frelsistilfinning sem maður finnur fyrir á hjólabretti og snjóbretti.

Heldur þú að snjóbrettamenningin mun halda áfram að stækka á Íslandi?

Já með tilkomu bættrar aðstöðu eiga krakkar eftir að verða betri og nú geta til dæmis yngri kynslóðir lært af þeim eldri og verða þar af leiðandi miklu betri. Eins og að „poppa“ ef maður kann ekki að poppa rétt og gera svo one eighty þá er maður aldrei að fara að gera three sixty. Ef einhver getur sagt yngri krökkunum þetta og leiðbeint þeim skref fyrir skref þá á snjóbrettafólk eftir að verða miklu betra fyrir vikið. Það er ekkert jafn fallegt eins og gott „popp“ og gera svo trikkin þaðan. Þetta á bara eftir að stækka.

Viltu segja eitthvað að lokum?

Lengi lifi BMP „Blue Montain Posse!“

 

 

Comments are closed.