DANÍEL FREYR STEFNIR HÁTT Í ÁHÆTTULEIK

0

daníel 6

Daníel Freyr hefur stundað Parkour af krafti í nokkur ár en út frá því fékk hann áhuga á áhættuleik. Margt er um að vera hjá kappanum en hann er ný kominn heim frá Danmörku þar sem hann fór á námskeið hjá European Stunt School þar sem slagsmál, skylmingar, tveggja daga vopna og swat þjálfun, wirework/rigging, parkour, „high falls“ og áhættuakstur voru tekin fyrir.

„Ég byrjaði að fikta við þetta fljótlega eftir að ég byrjaði að kenna parkour í gerplu, við þjálfararnir fórum tvívegis til þýskalands að hitta mann sem skipuleggur áhættuatriði (Stunt coordinator). Hann sýndi okkur og kenndi ýmislegt, og þar með byrjaði áhuginn á þessum bransa.“ – Daníel Freyr

daníel 3

Ljósmyndarinn Gaui H sendi nýlega frá sér myndband sem nefnist „Requiem“ en þar má sjá Daníel fleygja sér fram af svölum. Gaui H vinnur nú að öðru myndbandi og tekur Daníel einnig þátt í því.

daníel 4

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Daníel í European Stunt School.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndbönd frá skólanum:

Comments are closed.