DANÍEL FREYR AKA DACOX OPNAR SÝNINGU Í GALLERY O 9. JÚNÍ

0

danéil

Þann 9. júní opnar Daníel Freyr, aka DaCox, listasýninguna „ÓSýniLegaR TálsýniR TrúaR & TáknaR“ í Gallery O hjá Orange Project. Shades of Reykjavík og Taco Supreme sjá um tónlist.

Daniel Freyr er tíundi listamaðurinn sem sýnir hjá Gallery O. Áður hafa þau Guðmundur Hilmar, Ólöf Benediktsdóttir, Þorsteinn Óli Sigurðson, Arnar Birgis, Margeir Dire, Guðrún Anna Magnúsdóttir, Jóhann S. Vilhjálmsson og nú síðast Gunnar Gunnarson og Finnbogi Gunnlaugsson sýnt í Gallery O.

Gallery O mun svo setja upp sölusýningu með verkum frá öllum ofantöldum listamönnum og fleirum til styrktar góðgerðarmála. Við hvetjum alla til að koma á opnun sýningarinnar „ÔSýniLegaR TálsýniR TrúaR & TáknaR“ þann 9. júní klukkan 17 í Ármúla 4-6.

myndeftir Daníel

Mynd eftir Daníel

Áhugi Daníels á listinni byrjaði snemma. Þegar Daníel bjó á Ítalíu, sem barn á bandarískri herstöð, byrjaði hann að stunda listina og vann myndlistakeppnir þar. Eins og oft vill verða komu síðan aðrir hlutir og önnur áhugamál í staðinn á unglingsárunum. Áhuginn á listinni kom svo hratt aftur í kringum hrunið og þá fór Daníel á fulla ferð í listsköpuninni.

Daníel hefur stundað nám hjá Tækniskóla Íslands á list- og hönnunarbraut. Þá hefur Daníel verið hluti af Götusýningu Arion Banka árið 2013 og hékk verk hans „gjafir jarðar til þess sem það varðar“ í höfuðstöðvum bankans. Einnig hafa verk Daníels verið til sýnis á skemmtistaðnum Dúfnahólar 10 í miðbæ Reykjavíkur, þar hefur Daníel einnig myndskreytt veggi skemmtistaðarinns. En „ÓSýniLegaR TálsýniR TrúaR & TáknaR“ er fyrsta einkasýning Daníels.

daníel 2

Myndverk Daníels er hægt að flokka sem póstmódernísk og fetar hann í fótspor þekktra íslenskra listamanna eins og Erró og Hjalta Pareliusar. Daníel notar úðabrúsa, stensla og úrklippur úr blöðum, tímaritum, teiknimyndasögum, og hverskyns mynd og texta sem hann kemst yfir. Öllu þessu steypir hann svo saman í fast mót á striganum, í því sem gæti fyrst virst vera ringulreið í bland við glundroða en við nánari skoðun sér maður ótrúlegar myndlíkingar og tilfinningar í verkum hans, sem eru opin fyrir túlkun hvers og eins.

Umbreytingar veita Daníel helst innblástur við sköpun verka hans.

„mynd getur t.d. farið í gegnum svipað ferli og fiðrildi í púpunni … sniglast um þar til það er orðið fullmótað,“ segir Daníel sjálfur um sköpunarferlið.

SOR sjá um tónlistina á opnuninni ásamt Taco Supreme, DJ frá Nashville í Tennessee. Taco Supreme er hluti af listahópnum The Southern Demon Herd sem er núna á tónleikaferðalagi.

shades

Shades Of Reykjavík

Shades of Reykjavík eða SOR eins og þeir stundum kalla sig er ein vinsælasta jaðartónlistar grúbba Íslands um þessar mundir. SOR er ekki bara rapp- grúbba heldur eru þetta fjölistahópur af röppurum, dj’s, crew og skeiterum. SOR strákarnir komu nýlega fram í þættinum rapp í reykjavík þar sem var tekið viðtal við strákana og þeir opnuðu sig um hvernig Shades of Reykjavík varð til og hvernig þeir hafa fetað sig í gegnum lífið. Þeir hafa svo sannarlega prufað að lifa á jaðrinum og það skýn í gegnum lögin þeirra.

Taco Supreme

Taco Supreme

Taco Supreme er fjöllistamaður frá Mexíkó, hann er Vj, Dj, og pródúser með meiru staðsettur í Nashville í Tennessee. Live showið hans er blanda af myndböndum sem er varpað á skjá, tónlistarstefnubræðing og frumsamri tónlist til að búa til orkumikla multi-skynjunar upplifun fyrir áhorfandann. Tónlistin hans er síbreytileg og sækir hann innblástur úr öllum áttum og blandar saman við nútíma rafræn með áherslu á bassann sem skapar andrúmsloft sem heldur dansinum gangandi. Taco Supreme er viðburðarstjórnandi og með bræðrum sínum í listahópnum The Southern Demon Herd, framleiðir hann og hannar sviðsmyndir um allan heim. Hann heldur sér einnig uppteknum í miklu samstarfi við aðra listamenn og er með mörg járn í eldinum. Taco Supreme er listamaður sem þið ættuð að kynna ykkur betur. Ekki missa af þessari veislu af dillandi bassahljóðum og draumalandskapi.

Shades of Reykjavik og The Southern Demon Herd hófu nýlega samstarf og eru SOR að gefa út plötu eins meðlims The Southern Demon Herd, Since When?

Hægt er að nálgast viðburðinn einnig á Facebook: https://www.facebook.com/events/1574947099472582/

Fylgist nánar með hér:

https://www.instagram.com/dacoxer/

https://www.instagram.com/skuggartokuyfir/

https://www.instagram.com/tacosupreme138/

https://soundcloud.com/shadesofreykjavik

https://soundcloud.com/tacogaray

Comments are closed.