DAMON ALBARN ENDURHLJÓÐBLANDAR FUFANU

0

damon kaktus 2

Íslandsvinurinn mikli Damon Albarn sem margi kannast við úr hljómsveitum eins og Blur og Gorillaz var að endurhljóðblanda (remix) lagið „Ballerina In The Rain“ með Íslensku hljómsveitinni Fufanu! Fufanu hefur verið talsvert á faraldsfæti að undanförnu og spilaði hún meðal annars í Royal Albert Hall þar sem sveitin hitaði upp fyrir sjálfann Damon Albarn. Það er greinilegt að Fufanu menn eru á hraðri syglingu en óneitanlega mun þetta hjálpa sveitinni enn frekar til heimsyfirráðs.

fufanu 3

„Ballerina In The Rain“ er útsett af Yeah Yeah Yeahs liðsmanninum Nick Zinner en Dj Flugvél Og Geimskip syngur einnig í laginu.

Fufanu eru um þessar mundir staddir hér á landi við tökur á tónlistarmyndbandi við umrætt lag en það er Baldvin Z sem leikstýrir myndbandinu.

FUFANU VIÐ TÖKUR Á MYNDBANDINU

Strákarnir við tökur á myndbandinu.

Virkilega flott lag og virkilega flott endurhljóðblöndun frá meistara Damon!

Hlustið á endurhljóðblöndun Damon Albarn hér að neðan:

Comments are closed.