DALLAS OG ÍSLAND Í SKEMMTILEGU SAMSTARFI

0

kira melting

Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir eins og hún heitir réttu nafni var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Skinn.“ Lagið gerði hún ásamt tónlistarmanninum Melting Season en hann kemur frá Dallas í Bandaríkjunum og hefur svo sannarlega komið víða við í sinni tónlistarsköpun. Kappinn lærði snemma á trommur en hann spilar á flest öll hljóðfæri og spilaði hann meðal annars á gítar, bassa og fiðlu í hljómsveitinni Sleep Whale.

Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir

Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir

Kira Kira er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlistarsköpun en hún hefur einnig komið víða við á viðburðarríkum ferli! Hún er einn stofnmeðlima Kitchen Motors eða Tilraunaeldhúsið eins og það heitir á móðurmálinu. Stundum má kalla hana audio/visual prankster og eftir hana liggja allskonar framúrskarandi útgáfur!

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband en Kira Kira & Closed Eye Visual Int eiga heiðurinn af því. Samantha Shay sá um kvikmyndatöku og er það tekið upp á Íslandi.

http://kirakira.is/
http://closed-eye-visual.meltingseason.net/

Skrifaðu ummæli