DALÍ

0

dalí

Hljómsveitin Dalí sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir skömmu sem inniheldur tíu frumsamin lög. Erla, Helgi og Fúsi kíktu í viðtal hjá Albumm.is og sögðu þau okkur frá nýju plötunni, uppáhalds plötunum sínum, hvaðan þau fá innblástur fyrir sína tónlistarsköpun og hvað er framundan svo fátt sé nefnt. Dalí verða einnig með útgáfutónleika í kvöld 3. desember á Gauknum.


Hvenær var Dalí stofnuð og hvernig kom það til?

Erla: Hugmyndin um DALÍ fæddist haustið 2014 en tók á sig endanlega mynd í byrjun 2015 þegar Fúsi kom inn í bandið.

Helgi: Erla hringdi í mig haustið 2014 og sagðist eiga eitthvað af lögum sem hana langaði að spila, the rest is history.

Fúsi: Ég kom inn í bandið fyrir ca ári síðan og þá voru Erla og Helgi búin að vera að vinna saman í einhvern tíma með öðrum trommurum.

 dalí 3

Hvernig er hljóðfæraskipan í bandinu og hvernig er vinnuferlið þegar samið er nýtt efni?

Erla: Ég spila á bassa og syng, Helgi er á gítar og bakraddir, Fúsi trommar og Franz Gunnarsson gítarleikari er með okkur á tónleikum. Hingað til hefur þetta oftast verið þannig að ég sem lögin á píanó eða bassa heima, mæti með á æfingar og svo er bara fikrað sig áfram. Þetta er samvinna einsog hún gerist best. 

Helgi: Erla spilar á bassa og syngur, ég spila á gítar og syng bakraddir og Fúsi spilar á trommur. Erla kemur oftast með eitthvað demó sem við spilum yfir og breytum kannski eitthvað, stundum verða til nýjir kaflar. Við höfum líka spilað til lög á tónleikum og hist svo á næstu æfingu og breytt þeim alveg.

Fúsi: Early Fabulous: Bass and lead vocal, Holy Fabulous Anthoxanthum: Gtr and backing vocal, Fúsi Fabulous Óttars: drums. Erla á öll lögin nema 1 á plötunni og við höfum bara hist á æfingum þar sem hún leyfir okkur að heyra lagið, við byrjum að djamma á því og þannig hefur þetta þróast. Helgi mætti svo með sitt lag í lok upptökuferlisins í stúdíóið og við hentum því inn í ca 3-4 tökum.

Fyrsta platan ykkar kom út fyrir skömmu, var hún lengi í vinnslu?

Erla: Nei, alls ekki. Við vorum eitthvað byrjuð að grúska í upptökum en síðan fengum við tilkynningu um að við hefðum komist inn á Iceland Airwaves og þá hugsuðum við ,,Jæja, það væri nú gaman að vera með plötu á Airwaves.” Stúdíó Paradís var síðan bókað, hent í þessi 10 lög og platan var komin til landsins ca viku fyrir Airwaves. Allt efnið var hvort eða er tilbúið og sándið okkar alveg á tæru svo að þetta var ekkert vesen, vissum alveg hvað við vildum. 

12108883_1031500580222968_2193735662667673304_n

Nefnið fimm hljómplötur sem þið gætuð ekki verið án og afhverju?

Erla: 1. Jeff Buckley – Grace.

Sjaldan upplifað annað eins, einsog þegar ég uppgötvaði Buckley. Lögin, textarnir og röddin, þetta er þungavigtar meistaraverk í mínum bókum.

           2. Joni Mitchell – Mingus.

Pabbi kynnti mig fyrir þessari plötu á unglingsárunum og eftir það var ekki aftur snúið. Joni og Jaco Pastorius blandan var og er eitt það besta sem ég veit.

            3. Tom Waits – Alice.

Þær eru margar Tom Waits plötur í uppáhaldi hjá mér en þessi hefur alltaf trónað uppúr hjá mér. Að mínu mati er ,,Barcarolle” eitt fallegasta lag sem hefur verið samið. Þessi plata hefur allt; fegurðina, ljótleikann, sögurnar, ástina og sorgina.

             4. Robert Plant&Alison Krauss – Raising Sand.

Það er einhver yfirnáttúruleg fegurð yfir þessari plötu, bæði raddirnar og lögin, sándið á plötunni og allt, þetta gengur fullkomlega upp.

             5. Pantera – Vulgar Display of Power

Sjaldan hefur rokktaugin í mér orðið fyrir jafn mikilli uppljómun einsog þegar ég keypti mér þessa plötu í Japis á sínum tíma. Skyldueign fyrir hvern rokkhund þarna úti.

Helgi: 1: Yes ­ yes.

Fyrsta platan með hljómsveitinni Yes, þessi plata bjargaði lífi mínu á sínum tíma, hún var á repeat í heilt sumar og hefur haft gríðarleg áhrif á mig í gegnum árin.

           2: Aqualung ­ Jethro Tull

Ein af mínum uppáhalds plötum, fáránlega flottar laga­ og textasmíðar, hefur líka haft ótrúleg áhrif á mig.

           3: Breakfast in America ­ Supertramp.

Svona á að semja einföld en fáránlega góð popplög, ég er mjög oft undir áhrifum frá þessari plötu þegar ég sem sjálfur músik.

           4: Invisible touch ­ Genesis

Genesis er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Þetta er síðasta platan þeirra og inniheldur frekar einfaldar lagasmíðar en með framúrstefnulegum sándum. Það eru sennilega syntharnir og trommuheilarnir sem heilla mig mest við þessa.

           5: Ride the Lightning ­ Metallica 

Ein af þeim plötum sem kenndu mér á gítar, þær voru reyndar margar en mér finnst þessi bara best.

Fúsi: 1: Talk Talk, Spirit of eden

          2: Fleetwood Mac: Rumours

          3: Weather Report: 8:30

          4: AC/DC: Back in black

          5: The Police: Ghost in the machine

dalí 2 (1)

Hvernig mynduð þið lýsa tónlist ykkar og hvaðan fáið þið innblástur fyrir ykkar tónlistarsköpun?

Erla: Þetta er blanda af svo mörgu. Þegar þrjár alætur á tónlist koma saman, þá gerist eitthvað magnað. Þetta er rokkað popp, grunge, djassað, blúsað… Ég fæ innblástur úr svo mörgu, það er bara dagamunur á manni hvaðan hann kemur. Ég samdi t.d. eitt lagið eftir að hafa horft á Interstellar, algerlega með geiminn á heilanum. Innblásturinn kemur oft úr skrýtnum áttum en maður grípur hann bara og notar! Ég samdi lag um daginn eftir að hafa horft ansi mikið á Walking Dead, það verður á næstu plötu. Zombie ástarlag, er það ekki eitthvað?

Helgi: Tónlistin er sennilega einhver blanda af grunge/alternative rokki, mellow popp ballöðum og jazz fusion. Innblásturinn kemur úr öllum áttum, við fáum örugglega mikinn innblástur frá hvoru öðru bara.

Ætlið þið að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og er planið að fara eitthvað erlendis að spila?

Erla: Algerlega. Það eru útgáfutónleikar 3. desember nk. á Gauknum, svo ætlum við að stefna á Græna Hattinn og á landsbyggðina eftir áramót. Það er heljarinnar keyrsla framundan og já, við stefnum á að þurfa vegabréfin á næstunni!

Helgi: Planið er allavega að halda áfram að spila, eins mikið og við getum. Útlönd? Jájá, afhverju ekki.

Fúsi: Eins mikið og hægt er og svo byrjum við að vinna plötu númer tvö eftir áramótin.

10982613_965009823538711_7912641683003928049_n

Um hvað eru textarnir á plötunni og hver eru skilaboðin? 

Erla: Þegar stórt er spurt! Þetta snýst um allt á milli himins og jarðar. Ég neita því ekki að ástin kemur svolítið sterk þarna inn, hvort sem það er í gleði/sorgar/morbidness-deildinni. Mér finnst textar vera mikil þungavigt í tónlist enda hlusta ég mikið á ,,story-tellers” (Joni Mitchell, Tom Waits, Nick Cave) svo að það skiptir mig miklu máli að lögin hafi texta sem ég sjálf hef beintengingu við. Allir textarnir á plötunni snúast um eitthvað raunverulegt sem ég tengi við þegar ég flyt lögin og það er kannski markmiðið með textunum (Fyrir utan lagið hans Helga sem er um geimverur, ég á ennþá eftir að upplifa það!)

Helgi: Textarnir eru komnir frá Erlu og fjalla flestir um einhver misheppnuð ástarsambönd. Nema einn texti sem er eftir mig og hann fjallar um geimverur… Basic.

Fúsi: Paul is dead.

Eigið þið uppáhalds lag á plötunni, hvað er það og afhverju það?

Erla: My Love, það skipti mig miklu máli að það myndi koma vel út en þessi lokaútgáfa á plötunni fór algerlega fram úr öllum mínum væntingum; ég fæ ennþá gæsahúð við að hlusta á það. Annars er Change You líka í miklu uppáhaldi.

Helgi: Núna er það Sinister Lover, á morgun verður það kannski eitthvað annað.

Fúsi: Ég er að fíla lagið Control og bara heildar væbið í því og My Love og svo líka Faith og einnig …
11000881_1010598748979818_5603135372230586509_n

Hvað er framundan hjá DALÍ?

Erla: Útgáfutónleikar á Gauknum 3. desember, spilerí og kynna plötuna, henda nýju efni í vinnslu og undirbúa DALÍ 2 plötuna!

Helgi: Heimsmet í sölu á plötum og heimsfrægð… Eða eitthvað ég veit ekki, við erum allavega ekki að fara að hætta.

Fúsi: Ný plata og meira spilerí!

 

FYLGIST MEÐ DALÍ Á:

FACEBOOK
WWW.DALIMUSIC.NET
TWITTER
BANDCAMP

Comments are closed.