DALÍ SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „CHANGE YOU“ OG BREIÐSKÍFA Á LEIÐINNI

0

dali
DALÍ er hugarfóstur söngkonunnar og bassaleikarans Erlu Stefánsdóttur.
Sveitin var stofnuð haustið 2014 og samanstendur af Erlu, sem spilar á bassa og syngur, Helga Reyni Jónssyni gítarleikara og Fúsa Óttars trommuleikara en öll hafa þau komið víða fram á íslenska tónlistarsviðinu.
Tónlistarstefna DALÍ er fjölbreytt; þar gætir áhrifa meðal annars frá Joni Mitchell og Primus en á sinn eigin, sérstaka hátt.
Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli fyrir lifandi flutning síðasta árið, t.d. á Gærunni, Iðnó á Menningarnótt og í Bæjarbíói svo eitthvað sé nefnt.
Sveitin gaf út lögin ,,Faith“ og ,,Soft Fall System“ fyrr á árinu og vakti mikla athygli bæði innan landsteina og utan þeirra.

dali 2
Fyrsta plata DALÍ kemur út í nóvemberbyrjun og gefa þau hana út sjálf.
Útgáfutónleikar verða haldnir með pompi og prakt í byrjun desember en þeir verða auglýstir síðar.
Dalí gáfu út fyrsta lag plötunnar ,,Change You“ í byrjun október og mun tónlistarmyndband við það lag koma út á næstunni.
DALÍ verða á Iceland Airwaves í ár.
On venue tónleikarnir verða laugardagskvöldið 7. nóvember kl.20:00 í Tjarnarbíói.
Einnig verða off venue tónleikar, þ.á.m. hjá Nonna Quest á föstudagskvöldinu og í Norræna Húsinu.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu og Facebook síðu sveitarinnar.

 

Comments are closed.