DALÍ OG KÍMA SLÁ SAMAN Í HELJARINNAR TÓNLEIKA

0

Laugardagskvöldið 11.nóvember ætla hljómsveitirnar DALÍ og Kíma að slá saman í heljarinnar tónlistarveislu á Dillon!

Báðar sveitirnar munu flytja nýtt efni í bland við gamalt og eiga það sameiginlegt að vera í miklu undirbúningsferli fyrir plötuupptökur, Kíma að sinni fyrstu breiðskífu og DALÍ að sinni annarri. Einnig hafa þær nýverið sent frá sér glæný lög ásamt tónlistarmyndböndum; Kíma með lagið „Mind in doubt” og DALÍ með lagið „Joke.”

Frítt er inn á tónleikana og hefjast þeir á slaginu kl. 22:00.

Skrifaðu ummæli