DÁLEIÐANDI HUGARHEIMUR

0

yagya

Tónlistarmaðurinn Yagya eða Aðalsteinn Guðmundsson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér lagið „The Great Attractor“ sem tekið er af væntanlegri plötu hanns Stars and Dust. Platan kemur út mánudaginn 28. Nóvember á vegum Hollensku plötuútgáfunnar Delsin Records.

yagya-2

Svo árum skiptir hefur Aðalsteinn verið einn helsti raf og ambient tónlistarmaður landsins og hefur hann svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli. Umrætt lag er dáleiðandi rafballaða og dregur hljóðheimurinn mann inn í hugarheim tónlistarmannsins.

Platan kemur út á Cd, digital og á tvöf-ldum vínyl sem inniheldur auka 12 tommu með fjórum áður óútgefnu efni. Hér er á ferðinni einkar fallegt lag sem hægt er að hlusta á aftur og aftur!

Hægt er að forpanta plötuna hér.

Comments are closed.