DAGSKRÁ SECRET SOLSTICE ER KOMIN OG SUMARSÓLSTÖÐUR VELKOMNAR

0

solstice 3 (1)

Secret Solstice hátíðin kynnir með stolti síðustu sveitir ársins sem að munu koma fram í ár sem og að tilkynna hátíðargestum skránna dag frá degi. Með þessari síðustu tilkynningu á þriðja ári hátíðarinnar mun hátíðin standa eftir með 171 tónlistaratriði.

Með flóru allrar tónlistar mun hátíðin líta til allra horna hvað varðar smekk, þau atriði sem hafa þegar verið bókuð eru meðal annars Radiohead, Deftones, Die Antwoord og Deftones en nú hafa 40 nöfn bæst við flóruna þar að meðal er Serge Devant, Osunlade, Pavan (of Foreign Beggars), Paul Brown, and Sinistarr. Góð viðbót er hin vinsæla fyrirsæta, plötusnúður og dóttir Keith Richards (Rolling Stones) Alexandra Richards.

solstice 2 (1)

Tilkynning dagsins felur einnig í sér daskrá daganna, þá hvaða dag sveitir spila. Radiohead mun spila á föstudeginum 17 júní, Deftones koma fram á Laugardeginum 18. júní á meðan að Suður Afríska rapptvíeykið Die Antwoord og hin alíslenska og geysi vinsæla Of Mosnter And Men koma fram á lokadag hátíðarinnar 19. júní.

SOL_2016_DBL-255x380mm_110516_v3

Hátíðin byrjaði með leynigest í fyrra eða svokallað „secret act” og mun hún einnig spila það spil í ár, þó verður ekki greint frá hver það verður að svo stöddu en á síðasta ári var það Busta Rhymes.

„Varðandi Leynigest í ár mun hátíðin að sjálfsögðu halda í hefðir og koma gestum skemmtilega á óvart.” – Kynningarfulltrúi hátíðinnar Ósk Gunnarsdóttir.

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú þegar tilkynnt að hægt verði að kaupa dýrasta miða í heiminum á hátíðina og fer miðinn á eina milljón Bandaríkjadollara eða því sem samsvarar tæplega 124 milljónum íslenskra króna og hefur sú umfjöllun ratað í helstu miðla erlendis.

Line up hátíðarinnar má sjá hér: http://secretsolstice.is/line-up/

Comments are closed.