Í DAG ER GO SKATEBOARDING DAY OG ÞVÍ BER AÐ FAGNA

0

go skate 1

Í dag er Go Skateboarding Day en hann hefur verið haldinn hátíðlegur um heim allann síðan árið 2004. Tveimur árum seinna voru haldnir yfir 350 viðburðir í 32 löndum  sem telst afar góður árangur. Dagurinn er haldinn til að vekja athygli á hjólabretti um heim allan en það er International Association of Skateboard Companies ((IASC) sem bjó til daginn.

go skate 2

Seinustu ár hefur Ísland tekið þátt og í Reykjavík hafa oft hjólabrettakappar hist hjá Hallgrímskirkju og rennt sér saman niður á Ingólfstorg. Nú er EM og er því Ingólfstorg undirlagt fótbolta og hafa því engin áform verið gerð.

go skate 3

Menn og konur renna sér samt í tilefni dagsins og ef þú sérð einhvern á hjólabretti gefðu þá viðkomandi fimmu og óskaðu honum/henni til hamingju með daginn!

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því í fyrra en Snillingarnir Ásgeir Þór Þorsteinsson og Sigurður Ómarsson splæstu í þetta rándýra myndband!

https://www.facebook.com/goskateboardingday

Comments are closed.