DAÐI FREYR SENDIR FRÁ SÉR GLÆNÝTT LAG AF VÆNTANLEGRI PLÖTU

0

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Næsta Skref.” Daði sló rækilega í gegn í undankeppni Eurovision með laginu „Hvað Með Það” en „Næsta Skref” er fyrsta lagið sem kappinn sendir frá sér undir sínu eigin nafni.

Daði Freyr hefur notast við nokkur nöfn í gegnum tíðina og má t.d. nefna Mixophrygian svo sumt sé nefnt. Næsta Skref er löðrandi í kynþokka og leggst einstaklega vel að eyrum hlustandans! Myndbandið er tekið í Ásahrepp sem er heimili foreldra hans Daða en faðir hans tók myndbandið upp!

Næsta Skref er tekið upp í Berlín og er fyrsta lagið af væntanlegri EP plötu sem kemur út á næstunni! Við býðum spennt eftir plötunni en á meðan látum við þetta snilldar lag óma í eyrum okkar.

Skrifaðu ummæli