DAÐI FREYR BREIÐIR YFIR PRODIGY

0

Íslenskir listamenn taka ábreiðu af sínum uppáhalds Secret Soltice tónlistarmanni eða hljómsveit!

Tónlistarhátíðin Secret Solstice er á næsta leiti en eins og allir vita er um að ræða eina flottustu og skemmtilegustu tónlistarhátíð heims! 72 tíma dagsbirta og skemmtiatriði á heimsmælikvarða í hjarta Reykjavíkur, getur ekki klikkað!

Fjöldinn allur af listamönnum og konum koma fram á hátíðinni í ár en margir eru afar spenntir fyrir komu íslandsvinina í Prodigy. Hljómsveitin hefur nokkrum sinnum komið til landsins og tryllt lýðinn eins og þeim einum er lagið.

Það má búast við trylltri stemningu á Secret Solstice í sumar.

Secret Solstice kynnir til leiks „Ábreiðurnar“ þar sem Íslenskir listamenn taka ábreiðu af sínum uppáhalds Secret Soltice tónlistarmanni eða hljómsveit!

Fyrstur til leiks er enginn annar en Daði Freyr sem slóg rækilega í gegn í Eurovision nú á dögunum. Daði Freyr er Prodigy aðdáandi en hann kemur einnig fram á Secret Solstice í ár. Kappinn gerði sér lítið fyrir og skellti í eina snilldar ábreiðu af laginu „Omen“ með Prodigy.

Fylgist með á albumm.is fyrir frekari ábreiðum!

Hægt er að nálgast miða á Secret Solstice á Tix.is

Herlegheitin má sjá hér fyrir neðan:

Hér fyrir neðan má svo hlýða á lagið „Omen“ með Prodigy:

http://secretsolstice.is/

Skrifaðu ummæli