DABBI T SENDIR FRÁ SÉR EITRAÐA STUTTSKÍFU

0

Tónlistarmaðurinn Dabbi T var að senda frá sér stuttskífuna „T” Platan inniheldur þrjú lög „King“ útsett af BLKPRTY, „Glanni” einnig útsett af BLKPRTY og „Hún vol.2” sameiginlega útsett af Auður (Auðunn Lúthers) og ReddLights.

„T” er það fyrsta sem Dabbi T sendir frá sér  frá því hann gaf út „Blár“ í mars 2016. Einnig gaf hann út plötu árið 2007 sem heitir Óheflað Málfar og varð hún einskonar „cult classic.“ Einnig var kappinn í hljómsveitinni 32C ásamt Emmsjé Gauta og Magse eða Magga úr rappsveitinni sálugu Subterranien og nú Amabadama.

Kappinn var að senda frá sér myndband við lagið „King” en það er leikstýrt af Brynjari Birgissyni en hann hefur verið viðloðandi hiphop senunar lengi, og kallaði sig eitt sinn Cynnical B.

Hægt er að hlýða á plötuna á Spotify.

Skrifaðu ummæli