CYBER OG TRILOGIA SPILA Á FIMMTU TÓNLEIKUM KEX OG KÍTÓN

0

TRITRIFimmtu tónleikarnir í tónleikaröðinni KEX+KÍTÓN verða haldnir í Gym & Tonic á KEX Hostel  21. september næstkomandi þar sem fram koma hljómsveitirnar Cyper og Trilogia. Arion Banki er styrktar- og samstarfsaðili þessarar vaxandi tónleikaraðar.

Hljómsveitin Cyber

Cyber var upprunalega stofnuð sem thrash metal- og diskó-sveit árið 2012 en er í dag rapp-dúó skipað þeima Bleach Pistol (Salka Valsdóttir) og JuniorCheese (Jóhanna Rakel). Cyber er nefnt eftir varalit sem þær stöllur notuðu báðar á unglingsárum.

Cyber gáfu nýverið út sjö laga þröngskífuna Crap sem þær vinna lög með tónlistarmönnum á borð við dj. flugvél og geimskip og russian.girls og hefur hún að geyma lög á borð við „BARNAEFNI“ og „VEGAS“. Cyber-stöllur eru báðar meðlimir Reykjavíkurdætur.

Hljómsveitin Trilogia

Hljómsveitin Trilogia var stofnuð á haustmánuðum 2014 og hefur síðan samið lög og texta, æft og úfært og komið fram á nokkrum tónleikum. Hljómsveitin spilar rafskotna popptónlist sem teygir anga sína aftur í breska trip-hop 9. áratugarins. Trilogiu skipa Finnbjörn Benónýsson (hljóðgervlar, bassi, gítar og söngur) og Fríða Dís Guðmundsdóttir (söngur og hljómborð). Saman semja þau öll lög og alla texta.

Hugmyndin að baki tónlistinni liggur í hljómsveitarnafninu sjálfu, Trilogia, eða þríleikur, þ.e. hljómsveitin semur þrjú lög sem fléttast saman á einn eða annan hátt. Þríleikirnir þjóna mismunandi tilgangi og myndun þeirra er margbreytileg. Á meðan sumir taka á tilfinningum og leitast við að skapa ákveðið andrúmsloft eru aðrir líkari smásögum í þremur hlutum sem rekja ákveðna atburðarás. Hver þríleikur hefur sinn einkennislit sem afmarkar efnið; blái þríleikurinn, sá rauði o.s.frv.

kitKEX Hostel hefur frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og erlendra tónlistamanna komið fram á KEX. Samstarfið með KÍTÓN – konur í tónlist undirstrikar og styrkir enn frekar tengsl KEX Hostel við fjölda listamanna og það er svo sannarlega mikið gleðiefni að tengjast KÍTÓN og munu KEX og KÍTÓN bjóða uppá mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN.

KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Samstarf KÍTÓN við KEX Hostel og Arion Banka rennur enn fremur stoðum undir það góða starf sem KÍTÓN er að vinna.

Með tilstuðlan KÍTÓN er umræðan um stöðu kvenkyns laga- og textahöfunda jafnt sem flytjenda orðin fyrirferðameiri en hún hefur verið undanfarna áratugi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og eru nú um 246 félagskonur skráðar.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá fyrri tónleikum:

Comments are closed.