CRYPTOCHROME SENDIR FRÁ SÉR SITT ELLEFTA MYNDBAND Á ÞESSU ÁRI

0

crypto-cover

Hljómsveitin Cryptochrome var að senda frá sér sitt ellefta myndband á þessu ári sem telst alveg ótrúlegur árangur! Auðvitað eru myndböndin við ellefu mismunandi lög en þau eru tekin af væntanlegri plötu sveitarinnar. Cryptochrome hefur verið að vekja á sér mikla athygli að undanförnu en hún hlaut meðal annars fyrsta sætið á The Northern Wave Film Festival fyrir besta myndbandið.

crypto-2

Nýjasta viðbótin heitir „More Human“ og er það líkt og fyrri lög og myndbönd virkilega töff og framúrstefnuleg! Cryptochrome er án efa ein forvitnilegasta sveit Íslands og gaman verður að fylgjast með henni í framtíðinni!

Það er Logi Hilmarsson sem á heiðurinn af myndbandinu en það er virkilega flott og skemmtilegt!

Skrifaðu ummæli