CRYPTOCHROME SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „CRAZY LITTLE YOU“

0

CRYPTO

Hljómsveitin Cryptochrome sendi í dag frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist „Crazy Little You.“ Laginu má lýsa sem rjómuðu silki rafpoppi. Þetta er þriðja lagið sem sveitin sendir frá sér en alls ekki það seinasta þar sem sveitin er á fullu í hljóðveri þessa dagana.

CRYPTO 2

Það eru þær Sunneva Ása Weisshappel og Anní Ólafsdóttir sem gera myndbandið og óhætt er að segja að það er hið glæsilegasta!

Gaman verður að fylgjast með þessari eðal sveit.

Comments are closed.