CRYPTOCHROME Á FERÐ OG FLUGI OG SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

Hljómsveitin Cryptochrome var að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu en hún ber heitið More Human. Platan er búin að vera talsvert lengi í vinnslu en sveitin sendi frá sér tólf tónlistarmyndbönd á seinasta ári sem eru einmitt við lögin á plötunni!

Meðlimir sveitarinnar lýsa tónlist sinni sem Electronic soul rap og minnir mann helst á breskt trip hop, alls ekki slæmt það! Sveitin er um þessar mundir stödd í London við tónleikahald en ekki örvænta því það styttist í tónleika með sveitinni á íslandi!

Hægt er að nálgast plötuna More Human á vefsíðu sveitarinnar www.cryptochrome.is

Skrifaðu ummæli