CROON & SWOON SNÝR AFTUR

0

cr-16

Jólabandið Croon & Swoon snýr aftur í desember næstkomandi.  Verkefnið hófst fyrir rúmu ári þegar söngvarinn og lagaskáldið, Daníel Hjálmtýsson og gítarleikarinn Benjamín Náttmörður Árnason hittust á köldu nývetrarkvöldi og ákváðu að halda yfir tug tónleika í Reykjavík á aðventunni. Einblínt var á jólalög af gamla skólanum og kíkt á slóðir goðsagna á borð við Frank Sinatra, Dean Martin, Bing Crosby og Nat King Cole. Hittust þeir félagar nær daglega fram að fyrstu tónleikum, héldu opnar æfingar á Gauknum við Tryggvagötu og yljuðu gestum og starfsfólki Gauksins í skammdeginu.

Það var svo að eitt síðdegið steig gestur á stokk og tók lagið með þeim félögum. Sá gestur var engin önnur en stórsöngkonan Andrea Gylfadóttir (Todmobile, Borgardætur o.fl.). Var þá strax farið að huga að næstu skrefum og er Andrea nú gengin til liðs við Daníel og Benjamín.

cr15

Hljómsveitin hefur nú þegar tilkynnt um þrenna tónleika í desember en hún kemur fram á Bar 11 þann 10.desember, Dillon 17.desember og Gauknum 22.desember nk. Fer miðasala af stað í nóvember ásamt því að von er á fleiri tilkynningum úr herbúðum sveitarinnar.

Fylgist með Croon & Swoon á Facebook en meðfylgjandi eru hljóðbrot frá beinum útsendingum X-ins 97,7 og Rásar 2 frá því fyrsta starfsári sveitarinnar þegar Daníel og Benjamín heimsóttu útvarpsstöðvarnar með lifandi og órafmagnaðan flutning á lögunum „Silver Bells“ og „The Christmas Song.“

The Christmas Song“ á Rás 2: http://www.ruv.is/frett/croon-swoon-og-christmas-song

„Silver Bells“ á X-inu 97,7:  http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP41499

Comments are closed.