CROON & SWOON Í LUCKY RECORDS

0

12314283_10156278579830082_3514875756486708207_o

Þeir Daníel Hjálmtýsson og Benjamín Náttmörður Árnason renna sér nú niður hlíðar Reykjavíkur með jólalög af gamla skólanum í farteskinu, en drengirnir vöktu mikla lukku á Dillon síðastliðinn laugardag og í Mótorsmiðjunni sama dag þar sem þeir frumsýndu verkefni sitt, sem þeir kjósa að kalla, Croon & Swoon. Sleðaferðin er þó einungis rétt hafin og munu þeir Daníel og Benjamín bjóða upp á fría tónleika í plötuversluninni stórfenglegu, Lucky Records við Rauðarárstíg, í dag  föstudag kl. 17.00. Sveinki gamli verður með í för og ef marka má frammistöðu drengjanna um liðna helgi, er von á hlátri ofan í maga í bland við jólastemmingu og jólayl. Lýkur ferðalagi þeirra félaga ekki fyrr en á Þorláksmessukvöldi og verða komandi tónleikar auglýstir þegar nær dregur. Aðgangur er ókeypis.

Comments are closed.