CROON & SWOON HRINGJA INN JÓLIN MEÐ STÆL

0

croon

Croon & Swoon er jólahljómsveit og hliðarverkefni sem stofnað var af söngvaranum Daníel Hjálmtýssyni og gítarleikaranum Benjamín Náttmerði Árnasyni, síðla árs árið 2015. Léku þeir Daníel og Benjamín á tónleikum út um alla borg á aðventunni það sama ár við góðar undirtektir. Hinir ýmsu gestir sóttu opnar æfingar hjá tvíeykinu og áttu þær æfingar eftir að skila sér svo um munar.

Þetta árið er Croon & Swoon orðin fimm manna hljómsveit og eru það söngkonan stórkostlega, Andrea Gylfadóttir, bassaleikarinn Pétur Sigurðsson og trommarinn Pétur Daníel Pétursson, sem eru gengin til liðs við þá Daníel og Benjamín þessa aðventuna.

croon-2

Croon & Swoon leika jólalög af gamla skólanum í jazz – og blúsútsetningum. Hljómsveitin kemur fram á eftirfarandi stöðum:

Föstudag 9.desember – Café Rósenberg (Miðasala við hurð. Verð: 2500 krónur).
Laugardagur 10.desember – Bar 11 (Miðasala við hurð. Verð: 2000 krónur)
Fimmtudagur 15.desember – Boston (Daníel og Benjamín órafmagnaðir). Frítt inn.
Laugardagur 17.desember – Dillon Whiskey Bar (Miðasala við hurð. Verð: 2000 krónur)
Fimmtudagur 22.desember – Gaukurinn (Forsala miða á Tix.is og miðasala við hurð. Verð: 2000/2500 krónur)
Föstudagur 23.desember – Gamla Bíó (nánar auglýst síðar).
Fimmtudagur 29.desember – Boston (Daníel og Benjamín órafmagnaðir). Frítt inn.

Hér fyrir neðan má hlýða á tvö tóndæmi:

„The Christmas Song“ á Rás 2 í flutningi Daníels og Benjamín.

„Silver Bells“ og viðtal á X-97,7.

Skrifaðu ummæli