CONTALGEN FUNERAL SENDIR FRÁ SÉR SÍNA AÐRA PLÖTU

0

funeral-2

Þann 9. desember 2016 kom út ný plata með hljómsveitinni Contalgen Funeral. Platan nefnist Good Times og er hún önnur breiðskífa sveitarinnar, en fyrsta platan Pretty Red Dress kom út árið 2012. Platan var tekin upp live í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki 2014-2016 og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar.

Umslag plötunnar var hannað af Davíð Már Sigurðssyni og Óla Arnari Brynjarssyni

Umslag plötunnar var hannað af Davíð Már Sigurðssyni og Óla Arnari Brynjarssyni

Einvala lið skipar þessu frábæru sveit en þau eru: Andri Már Sigurðsson: Söngur, gítarbanjó, kassagítar og rafmagnsgítar, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir: Söngur, bein og skeiðar, Gísli Þór Ólafsson: Bassi og bakraddir, Sigfús Arnar Benediktsson: Trommur, gítarar og hljómborð og Kristján Vignir Steingrímsson: Rafmagnsgítar og bakraddir.

fuberal

Contalgen Funeral hefur verið starfandi frá árinu 2011 og hefur hún spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins.

Skrifaðu ummæli