CONFLICTIONS SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU OG BLÆS TIL ÚTGÁFUTÓNLEIKA

0

CONFL

Hardcore Hljómsveitin Conflictions sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu 26. Desember næstkomandi og blæs því sveitin til útgáfutónleika sama dag á Dillon ásamt hljómsveitinni In The Company Of Men.

Hljómsveitin hefur verið að senda frá sér eitt lag á dag að undanförnu en herlegheitin má finna á youtube síðu sveitarinnar.

CONFL 2

Sveitina skipa þeir Brynjar/söngur, Leifur/trommur, Gunnar/bassi, Janis/gítar og Venni/gítar. Einnig var sveitin að senda frá sér glænýtt myndand við lagið „Ingen Ting.“ Þetta snilldar lag og myndband ætti að koma mannskapnum í rétta gírinn fyrir tónleikana!

Comments are closed.