Cold og Futuregrapher sameina krafta sína á nýrri “split” plötu

0

Tónlistarmennirnir Cold (ísar Logi) og Futuregrapher (árni Grétar) sendu nýlega frá sér plötuna Zebra / Cube. Þetta byrjaði allt á einu lagi en Ísar Logi bað Árna um að henda í eitt stykki lag sem væri alfarið innblásið af teningi! Árni var sko til í tuskið en hann bað Ísar um að gera það sama, og úr varð þessi frábæra “split” plata!  

Um miðjan tíunda áratuginn vakti Ísar Logi  mikla athygli fyrir lagið sitt „Strobe Light Network” sem kom út á vegum Thule Records. Ísar vill ekki binda sig við eina tónlistarstefnu og með árunum hefur honum tekist að búa til sinn eigin hljóm.    

Árni Grétar er þekktur fyrir fallega Ambient tóna, Techno og svo mæti lengi telja! Árið 2011 stofnaði Árni Grétar ásamt Jóhanni Ómarssyni (Skurken) plötuútgáfuna Möller Records. Árni hefur komið víða við og gefið út fjölmargar plötur en margir þekkja hann fyrir plöturnar sínar Hrafnagil og Eitt sem hann gerði ásamt tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni.  

Hægt er að versla plötuna á vef Möller Records

Skrifaðu ummæli