CHECK OUT – SIGGI RÓSANT

0
siggi 1

Ljósmynd:Ásgeir Þór Þorsteinsson

Þrátt fyrir ungan aldur þá er Siggi Rósant nú þegar orðinn nokkurskonar goðsögn innan hjólabrettasenunnar. Hann ólst upp í Hveragerði og byrjaði snemma að ferðast með strætó til Reykjavíkur á nánast hverjum degi einungis til að geta gert það sem hann elskar mest, að skeita.


Einkennandi stíll hefur ekki verið vandamál fyrir Sigga og hann er þekktur fyrir að eyða sem minnstum tíma í að spá í trikkinn heldur er hann einn af þeim sem lætur bara vaða, sem í flestum tilfellum endar með góðum árangri.

Meðfylgjandi myndband er úr seríunni Check Out sem var undir umsjón Adda Introbeats og fékk hann að filma Sigga í lítinn part í innanhúsaðstöðunni í Loftkastalanum árið 2012.

siggi 20

Ljósmynd: Andri Sigurður Haraldsson

Siggi hefur minna sést á brettinu seinasta eina og hálfa árið en öllum skeiturum til mikillar hamingju þá hefur nýlega sést bregða fyrir honum á Ingólfstorgi með brettið sér við hlið.

siggi 3

Ljósmynd:Ásgeir Þór Þorsteinsson

Með þessu myndbroti viljum við hjá Albumm vekja athygli á hvað við búum yfir mörgum ungum og efnilegum skeiturum hérlendis og hversu mikilvægt það er að byggðar séu fleiri og vandaðri aðstöður, svo þessi sístækkandi hópur geti fengið sína útrás.

Eins og sagt er á “góðri” íslensku, annað meikar ekki sens…

 

 

Comments are closed.