CHASE TOPPAR SJÁLFAN SIG Í NÝJU LAGI OG MYNDBANDI

0

Tónlistarmaðurinn Chase var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Þekkir Þá.” Chase sló nýlega í gegn með laginu „Ég Vil Það,” en þar er hann ásamt rapparanum Jóa P. Lagið er vinsælasta lagið í dag á íslandi á spotify og er komið með yfir 500.000 hlustanir og rétt rúmlega 160.000 spilanir á youtube, alls ekki slæmt það!

Chase og Oddur.

„Þekkir Þá“ er virkilega þétt lag og límist það við heilann frá fyrstu hlustun! Oddur Þórisson eða bara Oddur eins og hann er iðulega kallaður pródúsaði, mixaði og masteraði lagið og er það greinilegt að hér er mikill hæfileikabolti á ferð!

Tómas Welding vann myndbandið en það er virkilega töff og skemmtilegt og smellpassar laginu! Skellið á play og rennið ljúflega inn í þennan frábæra mánudag!

Skrifaðu ummæli