CHASE SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA LOWER LEVEL – SKYLDUHLUSTUN

0

Chase hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu en út var að koma hans fyrsta breiðskífa sem ber heitið Lower Level. Chase og rapparinn vinsæli JóiPé gerðu allt brjálað með laginu „Ég vil það” og óhætt er að segja að nýja platan eigi eftir að gera allt tryllt!

Félagarnir Chase og Oddur!

Nóg er um að vera hjá Chase en hann er afar iðinn við spilamennsku og kemur hann t.d fram á Eldhúspartý fm957 í kvöld! Ásamt chase koma fram Úlfur Úlfur, Glowie, JóiPé og Króli, Cell7 og Alexander Jarl. Tónleikarnir fara fram á Hverfisbarnum og hefjast stundvíslega kl 20:00.

Oddur Þórrisson sér um allar útsetningar á plötunni og er það alveg á hreinu að hann kann sko sitt fag! Skellið plötunni á repeat og njótið!

Skrifaðu ummæli