CEEPHAX ACID CREW KVEIKIR Í KLAKANUM

0

ceephax 3

Laugardaginn 23. Júlí býður Live Weirdness gengið Breska raftónlistar og listamanninum  CEEPHAX ACID CREW til landsins til að spila á Paloma Bar í miðbæ Reykjavíkur. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar á Íslandi og mun hann njóta stuðnings rjóma íslenskrar raftónlistarsenunnar bæði tónlistar mönnum og plötusnúðum en einnig mun Atla Bollason sýna vídeó listaverk.

ceephax 2

CEEPHAX ACID CREW er listamannsnafn Breska tónlistarmannsins Andy Jenkinson. Andy, sem er bróðir raftónlistar goðsagnarinnar Squarepusher, hefur í þrjá áratugi þróað sína sérstöku tegund af beyglaðri og villtri raftónlist. CEEPHAX notast við úrval analog og vintage búnað og blandar hann saman úrvali af stefnum og straumum allt frá Acid House til Drum and Bass og býður upp á sjónræna upplifun unna upp úr tölvugrafík áttunda áratugsins (nafnið CEEPHAX er tekið frá gömlu textavarpi BBC sjónvarpsins). Alltaf óheftir og áhugaverðir, tónleikar hans hafa náð goðsagnarkenndri stöðu vegna hinnar gífurlegu orku sem myndast og hversu ótrúlega skemtilegt er að dansa á þeim.

cheepax acid crew

Ceephax Acid Crew hefur í gegnum árin verið mjög ötull við útgáfu frá 18 ára aldri og má nefna kult klassíkina Ceephax Acid Crew frá 2003 sem kom út hjá Breakin’ Records. Það voru þó útgáfur hans hjá Rephlex Records (2007’s Volume One and Volume Two) og Planet Mu (2010’s United Acid Emirates) sem færðu breiðari hlustendahóp tónlist Jenkinsons. Hann hefur remixað fyrir Squarepusher, MGMT, Mark Archer o.fl.

„Við eigum von á góðri mætingu og frábærri stemningu,”   Jonathan Valentine einn skipuleggjandi tónleikana.

ceephax

Ceephax mun njóta stuðnings fjölda listamanna á tónleikunum. Ensk-Íslenski acid meistarinn Chevron mun einnig vera með lifandi flutning, sem og Fu Kaisha sem hefur stundum verið kallaður Acid kóngur Íslands og svo Frank Murder sem er kanski þekktastur fyrir ótrúlega tónleika sem hann hefur haldið undanfarið með „modular synthesizerinn” sinn. Einnig verða plötusnúðar á borð við Gunnar Ewok, sem er partur af Breakbeat.is og Pluto genginu, og svo Kosmododd, betur þekktur sem Þórður Kári Steinþórsson úr rafsveitinni  Samaris. Þá mun vídeó listamaðurinn Atli Bollason vera með sjónræna veislu allt kvöldið.

„Ceephax Acid Crew mun ekki svíkja neinn og það er hægt að ábyrgjast góða skemmtun, við höfum fengið ótrúleg viðbrögð við því að hann sé að koma. Hann mun klárlega ná upp ótrúlegri partý stemningu á Paloma og við vonum að þú og vinir þínir komið og njótið ykkar og sýnið Ceephax smá ást!” – Frank Murder

Frítt er inn!

https://ceephax.bandcamp.com/

http://www.ceephax.co.uk/

Comments are closed.