CEASETONE SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA „TWO STRANGERS“

0

ceasetone 2

Hljómsveitin Ceasetone sendir frá sér plötuna Two Strangers en Platan hefur verið í vinnslu síðan í lok 2014 og hefur hún því gengið í gegnum mikla þróun á þeim tíma. Platan er samin og unnin af Hafsteini Þráinssyni forsprakka sveitarinnar, Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco og verðlaunahafi bestu plötu 2015, Destrier, sá um hljóðblöndun og framleiðslu og Styrmir Hauksson, einnig verðlaunahafi fyrir hljóðblöndun á Destrier, tónjafnaði.

Ásamt sveitinni koma fram á plötunni mörg af mest upprennandi hljóðfæraleikurum Íslands. Þar má nefna Tómas Jónsson píanóleikara, Sólveigu Vöku Eyþórsdóttir fiðluleikara, Þórdísi Gerði Jónsdóttir sellóleikara og Sunnevu Kristínu Sigurðardóttir söngkonu.

ceasetone 3

Ceasetone hefur hlotið mikið lof síðustu mánuði fyrir einstaklega frumlega blöndu tónlistaráhrifa og öfluga lifandi framkomu bæði heima fyrir og erlendis en sveitin kláraði sinn fyrsta Bandaríkjatúr í seinasta mánuði þar sem m.a var komið fram á South By South West í Texas, stærstu showcase hátíð Bandaríkjanna.

Tónlistinni mætti lýsa sem elektrónísku indie-rokki með tilvitnun í hinar ýmsu tónlistarstefnur og bundið saman af stórum og litríkum hljóðheim sem inniheldur metnaðarfulla samsetningu hljóðfæra.

ceasetone

Ceasetone varð upprunalega til árið 2013 sem sólóproject Hafsteins Þráinssonar, forsprakka og lagahöfunds hljómsveitarinnar. En með stækkandi hljóðheim stækkaði bandið einnig og skipar nú bandið Hafstein á gítar, syntha og söng, Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur á trommur, Steinar Karlsson á bassa og Jökul Brynjarsson á syntha og bakraddir.
Hafsteinn hefur upp á síðkastið getið sér gott orðspor sem einstakur gítarleikari en hann hefur verið á flakki um heiminn með tónlistarmanninum Axel Flóvent sem hefur verið að gera það virkilega got síðastliðna mánuði.

Hér fyrir neðan má hlusta á plötuna í heild sinni.

Fylgist nánar með Ceasetone hér:

http://www.ceasetone.com/

Comments are closed.