CASIO FATSO FAGNAR ÚTGÁFU SINNAR FYRSTU BREIÐSKÍFU OG ERU FLAGGBERAR MODNINE SENUNNAR

0

casio 2

Hljómsveitin Casio Fatso mun halda útgáfutónleika fimmtudagskvöldið 22.okt í Tjarnarbíó. Þetta er í tilefni fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem nefnist “Controlling The World From My bed og mun eðal hljómsveitin Lily Of The Valley sjá um að hita mannskapinn upp.
Húsið opnar kl 20:30 og má búast við dýrðarinnar ljósa-og mynda samspili sem vefar tónleikana saman.

casio 3

Casio Fatso hefur verið starfandi frá fyrripart árs 2012 en það var einungis núna í júlí síðastliðnum sem fyrsta plata þeirra kom út. Þetta er modnine rokk plata sem hugsuð var sem árás á íslenska mainstream tónlist og öllu sem því fylgir.
Meðlimir Casio Fatso ólust flestir upp við rokktónlist níunda áratugarins og finnst vanta meiri pung í tónlist nútímans. Þó ekki þannig að beri að misskilja sem svo að þeir vilji þungarokk eða títtnefnt víkingametal ofan á brauð. Þvert á móti þá er það miðjan þar á milli sem þeim finnst sárlega vanta. Venjulegt rokk. Ekki popp og mainstream og alls ekki meira þungarokk.

Casio Fatso spilar svokallað modnine rokk sem dregur nafn sitt af modern nineties rokk tónlist níunda áratugarins. Bönd eins og Smashing Pumpkins, The Pixies og Nirvana sem aðhylltust loud/quiet/loud stefnuna. Það sem einkennir þennan stíl er einmitt mjög dýnamísk lagasmíð þar sem hátt og lágt kallast á með undirliggjandi miklum gítarleik í aðalhlutverki.

casio fatso

Casio Fatso samanstendur af fjórum vinum: Sigursteinn (söngur og gítar), Hjörtur (bassi), Þorvaldur (gítar) og Helgi (trommur). Þess má geta að hljómsveitin er topic í Quizup og hægt er að fræðast nánar um meðlimina og aðra þætti bandsins á spaugilegan máta í gegnum þann ágæta spurningarleik. Þar má t.d. komast að því hver meðlimanna er fyrrverandi Íslandsmeistari, hver sé líklegastur til að veita The Rock keppni í sjimminu og síðast en ekki síst, hver sé haldinn páfuglsfóbíu á lágu stigi.

Það er hægt að tryggja sér miða á útgáfutónleikana á midi.is


Hlekkir:

https://www.youtube.com/watch?v=Cx45K8Z_W_0

http://www.casiofatso.com

https://www.facebook.com/CasioFatso

https://twitter.com/CasioFatso

http://casiofatso.bandcamp.com

 

Tengdar Færslur:

http://albumm.is/casio-fatso-sendir-fra-ser-plotuna-controlling-the-world-from-my-bed/

http://albumm.is/casio-fatso-senda-fra-ser-nytt-lag/

 

 

 

 

 

Comments are closed.