CAPTAIN SYRUP SENDIR FRÁ SÉR AFAR SKEMMTILEGT MYNDBAND

0

captain syrup

Hljómsveitin Captain Syrup spilar partýtónlist fyrir morðóða sebrahesta þar sem það selst gríðarlega vel í öðrum víddum alheimsins. Margt er að gerast hjá teyminu um þessar mundir, þeir spila á Secret Solstice hátíðinni í sumar svo dæmi sé nefnt og eru að baslast við að klára að vinna í efni í plötu.

Sveitin var að senda frá sér myndband við lagið „Tales Of Woodman“ og óhætt er að segja að myndbandið sé afar frumlegt og skemmtilegt!

Myndbandið er unnið af sveitinni sjálfri.

Comments are closed.