BYRJAÐI Í HARÐKJARNASVEITUM EN UMPÓLAÐIST Í RAFTÓNLISTARMANN

0

audur-cover

Auðunn Lúthersson byrjaði tónlistarferil sinn í harðkjarna – og hávaðarokksveitum. Eftir að hafa séð James Blake á Sónar 2013 umpólaðist hann í raftónlistarmanninn AUÐUR og er nú tilbúinn í að gefa út frumraun sína, Alone.

AUÐUR gaf reyndar gestum Iceland Airwaves tækifæri á forhlustun á plötunni á Austurvelli ala Pokémon GO og veiddu hátt í 4.000 manns plötuna með farsímum sínum þá.

audur-promo

Alone kemur út rafrænt föstudaginn 3. febrúar en á miðnætti 2. febrúar frumsýnir AUÐUR videoplötuútgáfuna sem tekin var upp í einni samfelldri töku þar sem AUÐUR flytur plötuna í beit. Frumsýningin mun standa yfir í 24 klst. samfellt enda hittir hún á Groundhog Day og í kjölfarið kemur platan út rafrænt. Nánar um fyrirkomulag frumsýningunnar síðar.

http://audurmusic.com

Skrifaðu ummæli