BUSPIN JIEBER SENDIR FRÁ SÉR SÍNA ÞRIÐJU STUTTSKÍFU

0

Buspin Jieber - Higher Quality

Þann 26. maí næstkomandi kemur út þriðja stuttskífa hljóðgervlapopparans Buspin Jieber hjá Raftónum og má búast við hágæða raftónlist með endurliti til fortíðarinnar. Guðmundur Ingi Guðmundsson er maðurinn á bakvið nafnið og hefur verið viðriðinn tónlistarútgáfu í þónokkur ár – t.a.m. sem Murya, en undir því dulnefni hefur hann endað á Essential Mix á BBC 1 og gefið út hjá veitum svo sem Ultimae Records, Touched og Möller Records.

BUSBIN

Thinking of You er fimm laga stuttskífa og hefur að geyma sýnishorn af fyrstu breiðskífu listamannsins, en hennar er að vænta undir lok árs 2016. Eftir tvær afar velheppnaðar útgáfur á vegum Raftóna munu áhangendur hans eiga von á áframhaldandi tilraunamennsku hans með synthwave/chillwave formið.

Raftónar er alíslensk útgáfa, sem hefur verið starfandi frá árinu 2014, og hefur gefið út með M-Band, Skurken, Muted, Kid Sune og nú síðast stuttskífuna Twin Pines með Forvitinn. Thinking of You er ellefta útgáfan hjá fyrirtækinu. Hægt er að forpanta plötuna hér:  http://raftonar.bandcamp.com/

http://www.raftonar.is/

Comments are closed.