BUBBI MORTHENS SENDIR FRÁ SÉR LJÓÐABÓKINA ÖSKRAÐU GAT Á MYRKRIÐ

0

bubbi

Bubbi Morthens sendir frá sér sínu fyrstu ljóðabók sem ber það skemmtilega nafn „Öskraðu Gat Á Myrkrið.“ Bókin er búin að vera lengi í vinnslu en bókin er uppgjör við dekkri tóna í lífi Bubba. Ljóðin fjalla um erfiða hluti eins og fíkn og móðurmissi og segir Bubbi bókina hafa verið heilunarferli.

BUBBI 2

 „Ef þú lítur ekki í augun á óttanum ertu á eilífum flótta. Þetta er ekkert ósvipað því að labba inn í boxhring. Þú horfir í augun á andstæðingnum og um leið ertu kominn heim.“ Titill bókarinnar er táknrænn. „Hvað gerist ef þú rífur gat á myrkrið? Það kemur ljós, þú hleypir ljósi inn.“ – Bubbi Morthens.

 Bubbi verður sextugur á næsta ári og verður því að sjálfsögðu fagnað með stórtónleikum en það verður auglýst nánar síðar. Bubbi hefur verið í framlínu Íslenskrar tónlistar um áraskeið og það er á hreinu að kappinn á eftir að vera það um ókomna tíð.

bubbi 4

 „Mér líður mjög svipað og þegar ég var þrítugur nema það er ekki sama grimmdin í mér og ég hef meiri tíma fyrir börnin mín. Ég er sáttfúsari og kannski það sem skiptir öllu máli og er grundvöllur tilveru minnar er að ég er edrú.“ – Bubbi Morthens.

bubbi 3

 Forlagið sér um útgáfu bókarinnar en hægt er að versla bókina hér: http://www.forlagid.is/?p=650934 og í öllum betri verslunum landsins.

 

 

Comments are closed.