BÚA TIL UMRÆÐU SEM VÖKVAR HINA ÍSLENSKU GRASRÓT

0

Síðustu þrjú ár hefur ÚTÓN (útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) séð um ráðstefnuhluta á Iceland Airwaves hátíðinni. Ráðstefnan hefur það að markmiði að búa til umræðu og kynningargrundvöll sem vökvar hina íslensku grasrót tónlistarsamfélagsins og eykur skilning erlendra aðila á íslenskri tónlist og því umhverfi sem býr skapar hana.

Pink Street Boys.

Í ár verður ráðstefnuhlutinn í Bíó Paradís, undir nafninu Airwaves Lounge & Conference, en þar undir verður bæði kvikmyndadagskrá (Movie Program) þar sem frumsýndar verða 3 myndir um íslenska tónlist, Island songs um Ólaf Arnalds, og nýjar myndir um Iceland Airwaves og fyrsti og annar hluti tveggja tíma myndar uppúr þáttunum um rokksögu íslands sem Dr. Gunni gerði. Tónlistardagskrá (Music Program) þar sem verður off venue í Bíó Paradís öllum opið, og fyrirlestrar og tengslamyndunarfundir (Talks and Networking) þar sem verða umræður m.a. um geðheilbrigðismál í tónlistargeiranum, konur í tónlist, tónlistarborgina Reykjavik, og margt fleira.

Kælan Mikla

Þar verður breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem rak bresku hljómsveitina East India Youth um árabil með fyrirlestur um eigin vegferð um refilstigu geðraskana og leiðir fyrir tónlistargeirann til þess að veita tónlistarmönnum meiri stuðning. Þá verður talað um tónlistarborgina Reykjavík og nýja stöðu hjá borginni sem vinnur að tónlistartengdum verkefnum og Keychange sem er evrópskt samvinnuverkefni um konur í tónlist svo eitthvað sé nefnt. Þá eru ótaldir tengslamyndunarfundir tveir þar sem tónlistarfólk sem tekur þátt í Iceland Airwaves, getur bókað fundi við erlenda aðila sem koma á hátíðina til þess að heyra og sjá íslenska tónlist. Þetta fer fram á fimmtudegi og föstudegi en laugardagurinn er tileinkaður tækni og tónlist, frumkvöðlar í tækni og tónlist koma og segja frá ýmsu því sem er fremst í geiranum í dag. Bæði Genki instruments og Einar Örn með Promogogo og margir fleiri.

Björk Guðmundsdóttir

Tónlistarmenn og áhugafólk um tónlistarmálefni eru hvatt til að mæta, enda mikið í boði, en ráðstefnuhlutinn er opin öllum armbandshöfum á Iceland Airwaves, þó svo að Off Venue í Bío Paradís sé öllum opið.

Hægt er að sjá dagskránna í öllu sínu veldi hér.

Uton.is

Icelandairwaves.is

Skrifaðu ummæli